Undirbúa tökur á næstu þáttaröð af Fortitude
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. nóv 2015 13:20 • Uppfært 16. nóv 2015 13:22
Undirbúningur er hafinn í Fjarðabyggð fyrir tökur að næstu röð af bresku spennuþáttunum Fortitude. Enn er þó eftir að staðfesta hvaða leikarar verða í sviðsljósinu þá.
Í svari við fyrirspurn Austurfréttar staðfesti Einar Sveinn Þórðarson, markaðsstjóri hjá kvikmyndafyrirtækinu Fortitude, að byrjað verði á tökum í febrúar.
Nú sé verið að skoða svæðinu og pæla í því hvernig henti að taka þættina upp.
Lítið hefur heyrst af þáttaröðinni síðan tilkynnt var í apríl að önnur þáttaröð yrði gerð. Ljóst er að endurnýja þarf leikaraliðið töluvert þar sem fjöldi persóna á ekki afturkvæmt eftir atburði í þeirri síðustu.
Björn Hlynur Haraldsson staðfesti í samtali við Fréttablaðið síðsumars að hann yrði áfram með. Hann lék lögreglumanninn Erik sem einnig var eiginmaður bæjarstjórans.
Engir aðrir leikarar hafa formlega verið staðfestir.