Sinfóníuhljómsveitin kemur austur á morgun

sinfonian a egilsstodumSinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember. Heimildamyndin „Hvað er svo merkilegt við það?" verður sýnd eystra í vikunni.

Fyrri tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hefjast kl. 14.00 og eru þeir barna- og fjölskyldutónleikar. Maxímús Músíkus heimsækir hljómsveitina en stjórnandi er höfundur Maxímús Músíkus, Hallfríður Ólafsdóttir, fyrsti flautuleikari SÍ, og sögumaður er Valur Freyr Einarsson.

Efni tónleikanna er sérstaklega ætlað elstu börnum leikskóla og yngstu börnum grunnskóla upp að 4. bekk. Hins vegar eru allir velkomnir en hljómsveitartónlistin nær til barna á öllum aldri.

Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18.00. Hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Daníel Bjarnason stjórnar einu allra fegursta tónverk sögunnar, hinum undurfagra klarínettkonsert Mozarts í flutningi eins okkar fremsta tónlistarmanns af yngri kynslóðinni, Arngunnar Árnadóttur. Tónleikunum lýkur á stórbrotinni og hádramatískri sinfóníu Tsjajkovskíjs sem var samin á miklu erfiðleikaskeiði í lífi hans árið 1877.

Upphaflega átti sveitin að koma austur í lok október en sú ferð féll niður vegna veðurs.

Á morgun verður heimildamyndin „Hvað er svona merkilegt við það?" sýnd í Herðubreið á Seyðisfirði og í Sláturhúsinu á fimmtudagskvöld.

Myndin fjallar um skrautlega kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Myndin rekur sögu Kvennalistans og annarra kvenfrelsishræringa á gróskumiklum tímum og hvað gerist þegar grasrótarsamtök storma inn í hið skipulagða kerfi. V

Hvað er svona merkilegt við það var frumsýnd á Skjaldborg vorið 2015 og hlaut þar verðlaunin „Besta kvikmynd hátíðar". Myndin var einnig tilnefnd til aðalverðlauna á Nordisk Panorama 2015.

Aðstandendur sýningarinnar sitja fyrir svörum eftir sýningarnar sem hefjast báðar klukkan 20:00.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.