„Mér finnst betra að drekka en borða á jólunum"

„Ég er að kafna úr tilhlökkun að komast heim í foreldrahús á Eskifirði um jólin og gæti allt eins sleppt því að halda jól ef ég kæmist ekki þangað"

, segir sjónvarpskokkurinn og Eskfirðingurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, en Austurfrétt þótti tilvalið að fá eins og eina uppskrift frá henni fyrir jólin.  

„Mér finnst betra að drekka en borða á jólunum – ekki hafa það eftir mér samt! Það er ákveðin hefð hjá vinahóp mínum að hittast að kvöldi 26. desember, spila, hlæja og sitja að sumbli. Allt í góðu hófi, að sjálfsögðu. Þessi uppskrift er einmitt fyrir spilakvöldin, svona þegar öllum háheilögum hátíðarhöldum er formlega lokið."

Bláberjabjórító

  • Rúmlega ½ dl ljóst romm
  • 4-6 myntulauf
  • 1 límóna (fleiri ef þið viljið sneiða niður út í drykkinn)
  • 8-10 bláber (ég nota frosin)
  • Fáeinir dropar agavesíróp eða hunang
  • Góður bjór (ég mæli með Corona)


Hérna er svipað verklag og við mojitogerð. Ég notast við mortél til þess að hamast dálítið vel á myntulaufunum, límónusafanum, sykrinum og bláberjunum.

Setjum í glas ásamt nokkrum ísmolum og fáeinum dropum af sírópi eða hunangi. Bætum romminu út í og hrærum vel í blöndunni. Fyllum upp í glasið með bjór. Það er fullkomlega leyfilegt að bæta við fleiri bláberjum eða og meiri myntu til skrauts.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.