Hvað er svona merkilegt við það?
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. nóv 2015 11:27 • Lorem ipsum dolor sit amet.
„Það er stórmerkilegt að vera karlmaður en það er alveg jafn merkilegt að vera kvenmaður," segir Unnar Geir Unnarsson, en kvikmyndin Hvað er svona merkilegt við það verður sýnd í Sláturhúsinu í kvöld.
Myndin fjallar um hin róttæku kvennaframboð sem birtust á stjórnmálasviðinu á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar auk þess að koma vítt og breitt við í nútímanum.
Kvennaframboðin voru merkilegt framtak í íslenskri stjórnmálasögu og hafa haft óumdeilanleg áhrif á íslensk stjórnmál, pólitískar áherslur og hugmyndir okkar um vald síðan þau komu fram á sjónarsviðið. Margir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í myndinni sem að auki státar af frábærri tónlist og skapandi lausnum.
Myndin var frumsýnd á Skjaldborg vorið 2015 og hlaut þar verðlaunin „Besta kvikmynd hátíðar", auk þess að vera tilnefnd til aðalverðlauna á Nordisk Panorama 2015.
Kvikmyndagerðakonan Halla Kristín Einarsdóttir svarar spurningum áhorfenda um tilurði og efni myndarinnar að sýningu lokinni.
Unnar Geir Unnarsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar, hvetur fólk til þess að mæta á sýninguna sem hefst klukkan 20:00.
„Þetta er stórmerkileg mynd sem allir ættu að sjá. Mikilvægast er þó að muna að við erum öll merkileg en enginn er merkilegri en einhver annar."