Hvað er svona merkilegt við það?
![hvad er svona merkilegt vid tad](/images/stories/news/2015/hvad_er_svona_merkilegt_vid_tad.jpg)
Myndin fjallar um hin róttæku kvennaframboð sem birtust á stjórnmálasviðinu á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar auk þess að koma vítt og breitt við í nútímanum.
Kvennaframboðin voru merkilegt framtak í íslenskri stjórnmálasögu og hafa haft óumdeilanleg áhrif á íslensk stjórnmál, pólitískar áherslur og hugmyndir okkar um vald síðan þau komu fram á sjónarsviðið. Margir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í myndinni sem að auki státar af frábærri tónlist og skapandi lausnum.
Myndin var frumsýnd á Skjaldborg vorið 2015 og hlaut þar verðlaunin „Besta kvikmynd hátíðar", auk þess að vera tilnefnd til aðalverðlauna á Nordisk Panorama 2015.
Kvikmyndagerðakonan Halla Kristín Einarsdóttir svarar spurningum áhorfenda um tilurði og efni myndarinnar að sýningu lokinni.
Unnar Geir Unnarsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar, hvetur fólk til þess að mæta á sýninguna sem hefst klukkan 20:00.
„Þetta er stórmerkileg mynd sem allir ættu að sjá. Mikilvægast er þó að muna að við erum öll merkileg en enginn er merkilegri en einhver annar."