Fjöldi skoðaði nýjan Beiti - Myndir

Fjölmargir Norðfirðingar og aðrir Austfirðingar þáðu heimboð Síldarvinnslunnar um jólin til að skoða nýjan Beiti NK, stærsta uppsjávarveiðiskip Íslendinga, sem kom til heimahafnar á Þorláksmessu.


Skipið hét áður Gitte Henning og var keypt í lok október af dönsku útgerðarfélagi. Það var smíðað í Litaháen árið 2014.

Það leysir af hólmi eldri Beiti sem smíðaður var árið 1997. Sá gekk upp í kaupin og er nú í umsjón nýrra eigenda í Danmörku sem samið hafa um smíði nýs skips.

Skipstjórinn Tómas Kárason færist á milli skipanna en Sturla Þórðarson kemur af Berki til að vera við hlið hans. Stöðu hans þar tekur Hálfdán Hálfdánarson sem áður var á Beiti.

Á skipunum skiptir stærðin máli þannig að betur á að fara um áhöfn til allra afhafna.

Nú er verið að vinna í að gera skipið tilbúið til veiða á nýju ári.

Beitir Nk 20151227 0001 Web
Beitir Nk 20151227 0010 Web
Beitir Nk 20151227 0011 Web
Beitir Nk 20151227 0013 Web
Beitir Nk 20151227 0014 Web
Beitir Nk 20151227 0015 Web
Beitir Nk 20151227 0019 Web
Beitir Nk 20151227 0023 Web
Beitir Nk 20151227 0032 Web
Beitir Nk 20151227 0039 Web
Beitir Nk 20151227 0048 Web
Beitir Nk 20151227 0050 Web
Beitir Nk 20151227 0051 Web
Beitir Nk 20151227 0053 Web
Beitir Nk 20151227 0055 Web
Beitir Nk 20151227 0056 Web
Beitir Nk 20151227 0058 Web
Beitir Nk 20151227 0060 Web
Beitir Nk 20151227 0061 Web
Beitir Nk 20151227 0062 Web
Beitir Nk 20151227 0063 Web
Beitir Nk 20151227 0064 Web
Beitir Nk 20151227 0066 Web
Beitir Nk 20151227 0067 Web
Beitir Nk 20151227 0073 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.