Skógræktarráðstefnu frestað vegna veðurs
![hallormsstadarskogur](/images/stories/news/umhverfi/hallormsstadarskogur.jpg)
Öllu innanlandsflugi í Egilsstaði var aflýst í dag og veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð. Að auki er færð á fjallvegum slæm.
Í tilkynningu frá Skógræktinni segir að um 150 manns hafi skráð sig á ráðstefnuna sem þar með yrði ein stærsta skógræktarráðstefna sem haldin hefur verið.
Stefnt er að því að dagskrá ráðstefnunnar verði lítið eða ekkert breytt. Á henni átti að skoða þróun í íslenskri skógrækt síðustu 70 árin og horfa jafn langt fram í tímann.
Að ráðstefnunni lokinni verður haldið kveðjuhóf til heiðurs Jóni Loftssyni sem lætur af starfi skógræktarstjóra um áramótin eftir 26 ára starf í því embætti.
Þeim sem bókað höfðu flugfar vegna ráðstefnunnar er bent á að afbóka það hið fyrsta.