Skip to main content

„Myndirnar lýsa upp staðinn“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. des 2015 12:26Uppfært 02. des 2015 12:45

a4 tjarnarskogur des 2015Hefð hefur skapast fyrir því á aðventunni að leikskólabörn komi og skreyti verslun A4 á Egilsstöðum með fallegum myndum.


„Í ár fengum við myndir frá öllum deildum á leikskólanum Tjarnarskógi, en þau komu í gær og afhentu okkur þær, sungu og fengu mandarínur," segir Valný Heba Hauksdóttir, verslunarstjóri.

Myndirnar vekja mikla athygli viðskiptavina og lýsa upp staðinn. Börnin koma að sjálfsögðu með foreldra sína til þess að sýna þeim myndina sína. 

Við eigum enn eftir að fá fleiri myndir, en þær verða líklega allar komnar upp fyrir helgi. Þetta er ótrúlega flott sýning og ég vil hvetja alla til þess að koma og skoða," segir Valný Heba.