„Myndirnar lýsa upp staðinn“

a4 tjarnarskogur des 2015Hefð hefur skapast fyrir því á aðventunni að leikskólabörn komi og skreyti verslun A4 á Egilsstöðum með fallegum myndum.

„Í ár fengum við myndir frá öllum deildum á leikskólanum Tjarnarskógi, en þau komu í gær og afhentu okkur þær, sungu og fengu mandarínur," segir Valný Heba Hauksdóttir, verslunarstjóri.

Myndirnar vekja mikla athygli viðskiptavina og lýsa upp staðinn. Börnin koma að sjálfsögðu með foreldra sína til þess að sýna þeim myndina sína. 

Við eigum enn eftir að fá fleiri myndir, en þær verða líklega allar komnar upp fyrir helgi. Þetta er ótrúlega flott sýning og ég vil hvetja alla til þess að koma og skoða," segir Valný Heba.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.