„Við verðum varla óheppin með spurningar tvo þætti í röð"

hrolfur eyjolfsson 2010Lið Fljótsdalshéraðs tekur á móti Skagafirði í Útsvari í kvöld. Liðið er skipað þeim Björgu Björnsdóttur, Hrólfur Eyjólfsson og Þorsteinn Bergsson.

Hrólfur er nýr í liði Fljótsdalshéraðs, en býr að mikilli reynslu spurningakeppna, en hann keppti í Gettu betur fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum í fjögur ár og var auk þess þjálfari liðsins einn vetur.

„Þetta er bæði áhugavert og spennandi, en ég hefði viljað standa mig betur síðast," segir Hrólfur í samtali við Austurfrétt.

„Það er svolítið annað að svara spurningum í sjónvarpssal heldur en heima í stofu. Svo hefur undirbúningurinn fyrir þetta verið töluvert rólegri en ég á að venjast úr Gettu betur."

Hrólfur segir sitt sérsvið líklega vera íþróttir og erlend landafræði.

„Ég held að keppnin í kvöld verði allt önnur fyrir mig en fyrsta skiptið, en ég vil meina að það hafi verið byrjendaskrekkur í mér, já og kannski slæmar spurningar líka – en við verðum varla óheppin með spurningar tvo þætti í röð. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þetta, það er alltaf stefnan. Persónulega sætti ég mig við sigur, mér er alveg sama hver stigafjöldinn verður."

Ekki var hægt að sleppa Hrólfi án þess að spyrja hann út í snjóþyngslin í Reykjavík. „Það er vissulega mikill snjór hérna, en ef menn myndu nenna að skafa göturnar, þá væri þetta mun auðveldara allt saman."


Fyrir utan það að horfa á Útsvar er hægt að gera sér eitt og annað til dundurs um helgina.

Fatamarkaður verður haldinn í Sláturhúsinu á föstudag og laugardag, en þá draga austfirskar meyjar fram úr fataskápum og geymslum allar þær flíkur sem sárlega vantar nýja eigendur.

Markaðurinn verður opinn milli klukkan 16.00 og 19.00 á föstudag og milli 11.00 og 15.00 á laugardag. Þarna verður hægt að gera mjög góð kaup á notuðum fötum.

Hinir árlegu jólatónleikar Héraðsdætra verða haldnir laugardaginn 5. desember 2015.

Jólatónleikarnir verða í senn skemmtilegir og hátíðlegir. Kjörið að setja sig í gírinn fyrir jólahlaðborðin og fjölskylduboðin.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00. Sjá nánar hér.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.