„Þetta er klárlega jólagjöfin í ár"
![gudmundur bergkvist og bjorn johannsson](/images/stories/news/2015/gudmundur_bergkvist_og_bjorn_johannsson.jpg)
Það eru þeir Guðmundur Bergkvist og Björn Jóhannsson sem standa að myndinni, en í henni er stiklað á stóru í sögu Fáskrúðsfjarðar, fjallað um sögu, atvinnulíf, atburði, félagslíf, hljómsveitir og ýmislegt fleira.
Fram koma fjölmörg myndbrot sem sjaldan eða aldrei hafa áður sést, ásamt hundruðum ljósmynda og fjölda viðtala, bæði gömlum og nýjum.
„Hún fékk mjög góðar viðtökur nánast allra. Margir sem þekkja ekkert til fyrir austan sem hafa séð myndina hafa haft mjög gaman af henni líka. Það var strax farið að spyrja mikið eftir því hvenær hún kæmi á DVD," segir Guðmundur.
„Myndin er auðvitað mjög lókal og þyrfti að breyta miklu og stytta helling til að hún ætti erindi í sjónvarp. En á diskinum er talsvert af aukaefni, viðtalsbútar og allskonar efni sem var ekki í myndinni sjálfri."
„Þetta er klárlega jólagjöfin í ár," segir Guðmundur, en hún verður bæði til sölu á Fáskrúðsfirði og sunnan heila. Nánari upplýsingar um sölustaði má sjá hér
![brot ur sogu baejar](/images/stories/news/2015/brot_ur_sogu_baejar_dvd/brot_ur_sogu_baejar.jpg)
![gudmundur bergkvist og bjorn johannsson](/images/stories/news/2015/brot_ur_sogu_baejar_dvd/gudmundur_bergkvist_og_bjorn_johannsson.jpg)