Skip to main content

Jólamarkaður Barra iðar af lífi á laugardaginn

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. des 2015 13:56Uppfært 18. des 2015 15:34

Átt þú eftir að sækja þér jólatré? Kaupa bók í pakkann? Eða langar þig á tónleika? Þá er komandi helgi eitthvað sem þú ættir að kynna þér.



Jólasýning Handverks- og húsmæðraskólans á Hallormsstað verður í dag, föstudag, milli klukkan 16:00 og 19:00. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

Litlu jól Bókstafs og vina hans verða haldin í Bókakaffinu Hlöðum Fellabæ í dag klukkan 17:00. Lesið verður upp úr nýjum og ilmandi jólabókum. Sjá nánar um viðburðinn hér.

Jólakötturinn fagnar tíu ára afmæli sínu og verður að sjálfsögðu á hinum ómissandi jólamarkaði Barra á Valgerðisstöðum í Fellum á laugardaginn milli klukkan 12:00-16:00. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Kór Fjarðabyggðar heldur jólatónleika sína í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á sunnudaginn klukkan 16:00. Aðgangur ókeypis.

Stúlknakórinn Liljurnar heldur sína árlegu jólatónleika í Egilsstaðakirkju á sunnudaginn klukkan 17:00. Nánar má lesa um viðburðinn hér.