Jólamarkaður Barra iðar af lífi á laugardaginn

Átt þú eftir að sækja þér jólatré? Kaupa bók í pakkann? Eða langar þig á tónleika? Þá er komandi helgi eitthvað sem þú ættir að kynna þér.

Jólasýning Handverks- og húsmæðraskólans á Hallormsstað verður í dag, föstudag, milli klukkan 16:00 og 19:00. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

Litlu jól Bókstafs og vina hans verða haldin í Bókakaffinu Hlöðum Fellabæ í dag klukkan 17:00. Lesið verður upp úr nýjum og ilmandi jólabókum. Sjá nánar um viðburðinn hér.

Jólakötturinn fagnar tíu ára afmæli sínu og verður að sjálfsögðu á hinum ómissandi jólamarkaði Barra á Valgerðisstöðum í Fellum á laugardaginn milli klukkan 12:00-16:00. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Kór Fjarðabyggðar heldur jólatónleika sína í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á sunnudaginn klukkan 16:00. Aðgangur ókeypis.

Stúlknakórinn Liljurnar heldur sína árlegu jólatónleika í Egilsstaðakirkju á sunnudaginn klukkan 17:00. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.