„Gott að slaka á og njóta í miðri viku"

„Við lofum mjög ljúfri stund og kósý stemmningu, kertaljósum og rómantík," segir söngkonan Aldís Fjóla Borgfjörð, skipuleggjandi tónleikanna Jólin heima, en þar kemur tónlistarfólki af Austurlandi fram og skapar hlýja og notalega stemningu.

Aldís Fjóla er að halda tónleikana í fyrsta skipti hér fyrir austan, en hún stóð fyrir samskonar tónleikum á Akranesi í fyrra þar sem hún var búsett.

Athygli vekur að báðir tónkeikarnir eru í miðri viku. „Já, það er svo mikið að gerast allar helgar, þannig að okkur þótti tilvalið að hafa tókleikana á virkum dögum og fá fólk til þess að slaka á og njóta eftir vinnudaginn," segir Aldís Fjóla.

Allir listamennirnir sem koma fram eru búsettir á Egilsstöðum, en auk Aldísar Fjólu eru söngvarnir Árni Friðriksson, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, Nanna Imsland og Unnar Geir Unnarsson. Um gítarleikinn sér Friðrik Jónsson.

„Það fengu allir að velja sér þrjú lög til þess að syngja, algerlega óritskoðað, þannig að dagskráin veðrur mjög fjölbreytt og skemmtileg – allt frá djassskotnum jólalögum upp í mjög hress.

Aðgangseyrir er frjáls, en við viljum fyrst og fremst að áhorfendur fái upplifun og þeir ráða sjálfir hvað þeir borga fyrir tónleikana," segir Aldís Fjóla.

Tónleikarnir verða:
  • Sláturhúsinu, Egilsstöðum þriðjudaginn 15. desember klukkan 20:00
  • Álfakaffi, Borgarfirði eystra, miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:00.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.