Ekta heimaverkuð skata á í frystihúsinu á Breiðdalsvík í kvöld

Íbúar Breiðdalsvikur taka forskot á sæluna í dag þegar skötuhlaðborð verður haldið í nýjum sal í gamla frystihúsinu.

„Við ákváðum að hafa þetta í kvöld þar sem einnig verða jólatónleikar eftir matinn og hljómsveitin komst helst á þessum tíma," segir Friðrik Árnason, eigandi hótels Bláfells.

„Við bjóðum upp á ekta heimaverkaða skötu og ljúfa tóna í kvöld. Maturinn hefst klukkan hálf átta en einnig er hægt að mæta aðeins á tónleikana sem hefjast klukkan níu."

Fjölmargt annað er um að vera í fjórðungnum þessa síðustu helgi fyrir jól.

Nemendur á unglingastigi í félagsmiðstöðinni Zveskjunni á Reyðarfirði bökuðu piparkökuhús til styrktar góðra málefna sem hafa verið til sýnis í Molanum (verslunarkjarninn á Reyðarfirði). Nánar um verkefnið má sjá hér.

Í dag, frá klukkan 17:00 verða þau á í Molalun til að kynna málefnin og safna í þeirra þágu. Nánar má lesa um verkefnið hér.

Minningarreitur um snjóflóðin í Neskaupstað verður vígður í dag klukkan 18:00. Austurfrétt fjallaði um reitinn og athöfnina í byrjun viku, eins og lesa má hér.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson heldur tvenna hátíðartónleika í fjórðungnum um helgina, annars vegar í kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld klukkan 20:00 og hins vegar í Egilsstaðakirkju annað kvöld klukkan 20:00. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.