Jólatré með karakter á Vopnafirði

Sú skemmtilega hefð hefur skapast á Vopnafirði að elsku börn leikskólans Brekkubæs sækja jólatré í Oddnýjarlund á hverri aðventu ásamt kennrunum sínum.

Elsa Möller segir sjálfbæra hugsun ríkja á bak við ferðina.

„Það er ekki endilega fallegasta tréð sem verður fyrir valinu, frekar þau sem grisja þarf út – við köllum þau „tré með karakter".

Börnin taka þátt í öllu ferlinu, velja tréð, saga það niður, flytja það heim, setja það í fótinn og skreyta svo fyrir jólaballið.

Til þess að ganga svo ekki um of á „höfuðstólinn" förum við aðra ferð með börnin að sumri þar sem hvert barn gróðursetur sitt tré sem svo verður jólatré tólf til fimmtán árum síðar."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.