Í skýjunum með Hammondhátíð: Myndir

hammondForsvarsmenn Hammondhátíðarinnar á Djúpavogi, sem haldin var um helgina, eru afar ánægðir með hvernig til tókst. Hátíðin, sem haldin hefur verið síðustu sex ár, var sú fjölmennasta til þessa.

„Við erum í skýjunum með hátíðina sem gekk vonum framar,“ segir Ólafur Björnsson, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Á áttunda hundrað gesta sótti tónleikana fjóra sem í boði var. Meðal þeirra sem fram komu voru Ný dönsk, Jónas Sigurðsson, nemendur úr FÍH, Karlakórinn Trausti og Dúndurfréttir.

Lokatónleikar hátíðarinnar voru með Magnúsi og Jóhanni í Djúpavogskirkju á sunnudag. Þeim seinkaði reyndar um klukkustund því hægt gekk að ferja þá yfir Fagradal.

Þá voru ýmsir aðrir viðburðir í gangi á Djúpavogi yfir helgina.

Myndir: Birgir Th. Ágústsson

 

hammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammond 


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.