Skip to main content

Vortónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju í dag

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. apr 2013 14:27Uppfært 04. maí 2013 17:20

kammerkor_egs_web.jpgKammerkór Egilsstaðakirkju undir stjórn Torvalds Gjerde heldur vortónleika sunnudaginn 21. apríl næstkomandi. Kórinn flytur þá ásamt hljómsveit heimamanna Te deum eftir franska barokktónskáldið Charpentier og mun það vera frumflutningur á verkinu á Íslandi. 


Te Deum er fornkirkjulegur sálmur, gjarnan eignaður kirkjufeðrunum Ambrósíusi og Ágústínusi frá 4. öld. Í verkinu fléttast saman einsöngur og kórsöngur og eru einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Kórinn syngur einnig nokkur lög úr ýmsum áttum.

Charpentier (1643-1704) var samtímamaður Lullys og féll nokkuð í skuggann af honum en var hæfileikaríkt tónskáld þó hann sé ekki mikið þekktur í dag. Það sem heldur þó sennilega nafni hans helst á lofti er fyrsti kaflinn í þessu verki Te deum og er betur þekktur sem Evrópulagið eða Evrópustefið. Líklega heyra Íslendingar það oftast þegar þeir horfa á Júrovisjónsöngvakeppnina sem notar það sem kynningarstef.

Tónleikarnir verða í Egilsstaðakirkju kl. 17.00 og eru um klukkustundar langir. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og ekki er posi á staðnum.