Heimismenn þurfa að fresta Austurlandsreisu

karlakorinn_heimir_web.jpgKarlakórinn Heimir hefur frestað þeim tvennu tónleikum sem hann hugðist halda á Austurlandi um helgina vegna veikinda.

Í tilkynningu frá kórnum frá í kvöld kemur fram að flensur og önnur óáran hafi herjað á meðlimi kórsins. „Þrír einsöngvarar af fimm hafa mátt lúta í gras auk margra almennra kórmanna.“

Kórinn ætlaði að syngja á Eskifirði og Egilsstöðum á morgun en ferðinni er nú frestað um óákveðinn tíma.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.