Skip to main content

Átta daga stuttmyndaveisla til styrktar ungum kvikmyndagerðarmanni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. apr 2013 17:42Lorem ipsum dolor sit amet.

andra_kvikmyndahatid.jpgAndri Ingvarsson er ungur kvikmyndagerðarmaður sem í átta ár hefur háð baráttu við krabbamein. Með aðstoð skólafélaga hans úr Kvikmyndaskóla Íslands í samstarfi við Sláturhúsið og Héraðsprent er efnt til átta daga stuttmyndaveislu til styrktar Andra.


Opnun stuttmyndaveislunnar, sem ber yfirskriftina Andrá, fer fram klukkan 18:00 á morgun og er fyrsta sýning klukkan 18:30. Í boði eru fjórir stuttmyndapakkar, hver um 70 mínútur að lengd, sem sýndir verða á opnunartíma Sláturhússins á þessum tíma.

Miðaverð er 1500 krónur fyrir alla fjóra pakkana eða 500 krónur fyrir einn.