Átta daga stuttmyndaveisla til styrktar ungum kvikmyndagerðarmanni

andra_kvikmyndahatid.jpgAndri Ingvarsson er ungur kvikmyndagerðarmaður sem í átta ár hefur háð baráttu við krabbamein. Með aðstoð skólafélaga hans úr Kvikmyndaskóla Íslands í samstarfi við Sláturhúsið og Héraðsprent er efnt til átta daga stuttmyndaveislu til styrktar Andra.

Opnun stuttmyndaveislunnar, sem ber yfirskriftina Andrá, fer fram klukkan 18:00 á morgun og er fyrsta sýning klukkan 18:30. Í boði eru fjórir stuttmyndapakkar, hver um 70 mínútur að lengd, sem sýndir verða á opnunartíma Sláturhússins á þessum tíma.

Miðaverð er 1500 krónur fyrir alla fjóra pakkana eða 500 krónur fyrir einn.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.