Skip to main content

Lokahátíð Þjóðleiks á morgun

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. apr 2013 12:31Lorem ipsum dolor sit amet.

thjodleikur.jpgLeiklistarhátíð ungmenna, Þjóðleikur, haldin á Austurlandi í þriðja sinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýnd verða þrjú leikverk sem frumsamin voru fyrir verkefnið.

 

Hlín Agnarsdóttir skrifaði verkið Perfect, Hallgrímur Helgason samdi leikritið Tjaldið og Salka Guðmundsdóttir er höfundur leikverksins Manstu. Á hátíðinni sýna sex hópar austfirskra ungmenna uppfærslur sínar af verkunum. Alls taka um 130 manns þátt í hátíðinni í ár.

Hátíðin hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni með skrúðgöngu frá Egilsstaðaskóla niður að Sláturhúsinu, menningarmiðstöð, þar sem sýningarnar fara fram. Um kvöldið lýkur hátíðinni með kvöldvöku í bragganum við Sláturhúsið.

Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ýmissa menningarmiðstöðva, skóla og leikfélaga á Austurlandi og var áður haldinn árin 2009 og 2011. Í vor verða einnig haldnar Þjóðleikshátíðir á Norðurlandi og Suðurlandi.