Vopnafjörður: Vertu með okkur að hjálpa öðrum

img_4739_web.jpgÁrleg kaffisala og æskulýðsmessa æskulýðsfélagsins Kýros á Vopnafirði verður haldin á sunnudag klukkan 15:00 í Vopnafjarðarkirkju. Ágóði af kaffisölunni að þessu sinni rennur til styrktar börnum á Indlandi.

Ungviðið á staðnum heldur uppi stuðinu. Barnakórinn syngur, helgileikur, leikatriði og óvæntar uppákomur. Eftir messuna verður kaffisalan og það kostar aðeins 850.- kr. en frítt fyrir 10 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Allur ágóðinn af kaffisölunni rennur óskertur til að frelsa börn á Indlandi úr skuldaánauð.

„Við viljum gera eitthvað mikilvægt fyrir heiminn. Okkur finnst dýrmætt að halda svona söfnun því við eigum svo margt, en þau eiginlega ekkert. Við viljum að allir geri eitthvað gott fyrir fátæka að minnsta kosti einu sinn á ári. VERTU MEÐ OKKUR Í AÐ HJÁLPA ÖÐRUM,“ segir í tilkynningu Kýrosar.

„Hvar verður þú á sunnudaginn? Auðvitað í æskulýðsmessu með okkur. Þú mátt ekki missa af þessu.“

Undanfarin ár 9 ár hafa unglingarnir í æskulýðsfélagi Hofsprestkalls – Kýros - á Vopnafirði staðið fyrir æskulýðsmessu og kaffisölu, þar sem þau hafa safnað til hjálparstarfs. Í messunni í ár verða þau með tónlistaratriði, leikatriði og fleira.

Einnig syngur barnakór Vopnafjarðar og 10-12 ára börn taka virkan þátt. Þema dagsins er „Hendur Guðs“ og munu unglingarnir skreyta kirkjuna og safnaðarheimilið með litríkum og skemmtilegum hætti í samræmi við þemað.

Eftir messuna verður árlega kaffisala æskulýðsfélagsins í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju, þar sem boðið verður upp á kökur og vöfflur. Krakkarnir í æskulýðsfélaginu sjá um allan undirbúning fyrir kaffisöluna, en mikill tími fer í undirbúning bæði að baka, skreyta og æfa fyrir messuna.

Í gegnum tíðina hafa unglingar og börn á Vopnafirði styrkt hjálparstarf ýmiskonar með myndarlegum hætti af áhuga og framkvæmdargleði og nú í haust var þeim veitt viðurkenning frá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir frábæran stuðning við verkefni Hjálparstarfsins.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.