Skip to main content

Réttlætisrútan fór ekki í gang í morgun

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. apr 2013 10:02Lorem ipsum dolor sit amet.

dogun_rettlaetisruta_esk.jpgHjálp þurfti við að ræsa Réttlætisrútu Dögunar í kuldanum á Eskifirði í morgun. Rútan er á ferð um fjórðunginn með frambjóðendur.


Rútan er nú á hringferð í aðdraganda kosninga. Í gær var ferðast um suðurfirði Austfjarða og endað á Eskifirði þar sem gist var á Mjóeyri.

Þegar fara átti af stað í morgun í tíu gráðu frosti neitaði rútan að fara í gang. „En góða fólkið er allsstaðar og fljótlega mættu bjargvættir til að koma réttlætinu af stað aftur með vænu rafmagnsstuði,” segir í frétt frá framboðinu.

Fundað verður í álverinu í Reyðarfirði í hádeginu en eftir það liggur leiðin upp í Egilsstaði og á Seyðisfjörð samkvæmt dagskrá.