![](/images/stories/news/2017/Berghildur_Fanney_Hauksdóttir.jpg)
500 ára samfelld ættarsaga
„Það sem okkur finnst sérstaða þessa safns er að við erum ekkert endilega að reyna að sýna bæinn eins og hann var 1770, heldur frekar þá löngu búskaparsögu sem fylgir þessari jörð, því sama ættin hefur búið hér í næstum 500 ár,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, safnstjóri Minjasafnsins á Burstafelli.
Bustarfell er bær í Hofsárdal í Vopnafirði undir samnefndu felli. Á Bustarfelli var löngum mikið höfuðból en bærinn hefur síðustu áratugi hýst vinsælt minjasafn í einum af fegurstu torfbæjum á Íslandi. Gamli torfbærinn hefur verið í eigu og umsjá íslenska ríkisins frá 1943 en allir innanstokksmunir tilheyra Vopnfirðingum.
Kaffihúsið Hjáleigan er ofan við gömlu bæjarhúsin. Safnið og kaffihúsið er opið alla frá 10:00 til 17:00 yfir sumartímann. Áætlað er að síðasti opnunardagur í ár verði 20. september.
Að austan á N4 kíkti í heimsókn í Bustarfell í sumar.