Skip to main content

Metfjöldi á þjónustudegi Toyota

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. maí 2013 23:17Uppfært 14. maí 2013 23:31

thjonustudagur toyota mai13 webAldrei hafa fleiri nýtt sér fría þrifaþjónustu á þjónustudegi Toyota hjá Bifreiðaverkstæði Austurlands (BVA) heldur en á laugardaginn.


„Við þrifum 148 Toyotur þennan dag. Mætingin hefur aldrei verið betri,“ segir Markús Eyþórsson, framkvæmdastjóri BVA.

Hefð er komin á það að einn laugardag í maí bjóði Toyota viðskiptavinum sínum upp á þvott á bílum sínum. BVA hefur jafnan notið aðstoðar félagasamtaka við þvottinn en að þessu sinni var það meistaraflokkur kvenna hjá Hetti sem veitti hjálpina.