Skip to main content

Mikil þotuumferð um Egilsstaðaflugvöll

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. maí 2013 23:35Uppfært 15. maí 2013 00:00

flug flugfelagislands egsflugvTöluverð umferð hefur verið um Egilsstaðaflugvöll að undanförnu. Tvö leiguflug og æfingar hjá Icelandair vöktu athygli íbúa á Egilsstöðum.


Gamanið hófst með leiguflugi frá Egilsstöðum til Riga í Lettlandi 27. apríl og aftur til baka 30. apríl. Farþegar voru um sjötíu.

Næst var það leiguflug til Ljubliana í Slóveníu. Haldið var utan 1. maí og komið til baka 5. maí. Farþegarnir voru 110, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.

Þá nýtti Icelandair sér góðviðrið þann 2. maí síðastliðinn til að æfa aðflug og lendingar. Nokkrir Héraðsbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu hverja þotuna á fætur annarri koma inn til lendingar og hefja sig á loft aftur.