Aðalsalur Hótels Héraðs opnaður eftir endurbætur: Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. maí 2013 23:57 • Uppfært 21. maí 2013 17:05
Margt var um manninn þegar aðalsalur Hótels Héraðs var opnaður á ný eftir gagngerar endurbætur. Fimmtán ára afmæli hótelsins var fagnað við sama tilefni.
Búið er að endurnýja barinn, móttökuna og matsalinn en ráðist var í andlitslyftinguna í tilefni afmælisins. Opnað hefur verið á milli svæðanna þannig að segja má að þetta sé allt eitt rými í dag. Til verksins voru fengnir verktakar úr heimahéraði.
Fjöldi gesta leit við á opnuninni og skemmti karlakórinn Drífandi þeim með nokkrum lögum. Kórinn ætlar í söngferð til Rómar á Ítalíu næsta sumar.
Austurfrétt leit við og fangaði stemminguna.












