Austfirskt framlag í úrslitum sjómannalagakeppni Rásar 2

braedslan 2011 0146 webLag samið og flutt af Austfirðingum er á meðal þeirra níu sem komin eru í úrslit í sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins. Lokadagur kosningar hlustenda er á morgun.

Lagið er Hafsins hetja, samið af Vilhjálmi Warén frá Egilsstöðum. Lagið syngja leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem kalla má tengdason Egilsstaða og Esther Jökulsdóttir frá Grímsá í Skriðdal.

Átta önnur lög eru í keppninni sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis hafnanna í Reykjavík, 75 ára afmælis sjómannadagsins og 15 ára afmælis Hátíðar hafsins.

Lögin hafa verið í spilun á Rás 2 alla vikuna en á vef útvarpsrásarinnar geta hlustendur hlustað á lögin níu og kosið sitt uppáhaldslag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.