Austfirskt framlag í úrslitum sjómannalagakeppni Rásar 2
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. maí 2013 21:46 • Uppfært 29. maí 2013 21:46
Lag samið og flutt af Austfirðingum er á meðal þeirra níu sem komin eru í úrslit í sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins. Lokadagur kosningar hlustenda er á morgun.
Lagið er Hafsins hetja, samið af Vilhjálmi Warén frá Egilsstöðum. Lagið syngja leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem kalla má tengdason Egilsstaða og Esther Jökulsdóttir frá Grímsá í Skriðdal.
Átta önnur lög eru í keppninni sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis hafnanna í Reykjavík, 75 ára afmælis sjómannadagsins og 15 ára afmælis Hátíðar hafsins.
Lögin hafa verið í spilun á Rás 2 alla vikuna en á vef útvarpsrásarinnar geta hlustendur hlustað á lögin níu og kosið sitt uppáhaldslag.