Hringferð Húna II lokið: Elli P. verðlaunaður á Breiðdalsvík

ellip huniII webSkipverjar á Húna II, sem voru í hringferð nýlega, komu við á Breiðdalsvík og verðlaunuðu þar Elís Pétur Sigurðsson fyrir framlag hans til fræðslumála í starfi við útgerðina undanfarin ár.

Trébátarnir Húni II og Knörrinn fóru saman í hringferðina sem farin var í tilefni 50 ára afmælis bátsins.. Á Austfjörðum var stoppað á Vopnafirði, Neskaupstað og Eskifirði auk Breiðdalsvíkur.

Þar var Elís Pétur, sem heimamenn kalla Ella P., verðlaunaður fyrir samstarf í fræðslumálum. Hann hefur undanfarin sex ár unnið með útgerð skipsins í verkefni fyrir nemendur í 6. bekk í verkefni sem kallast „Frá öngli í maga“ og gengur út á fræðslu um veiðar og vinnslu. Elli var að hætta því starfi og fékk að skilnaði viðurkenninguna.

Húni II 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Báturinn er eini eikarbáturinn af þessari stærð sem til er óbreyttur á Íslandi.

Eftir 30 ár við fiskveiðar stóð til að setja hann á áramótabrennu en var settur aftur á skrá og gerður út sem hvalaskoðunarbátur.

Báturinn er í dag notaður til fræðslu og skemmtunar. Sjá nánar á http://huni.muna.is

Myndir: Bylgja BorgþórsdóttirhuniII web
knorrinn web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.