Breyttu húsi hjá Launafli fagnað í blíðviðri á Reyðarfirði: Myndir
Starfsmenn iðnfyrirtækisins Launafls buðu gestum og gangandi að skoða húsnæði fyrirtækisins í dag en ýmsu hefur breytt þar innanhúss síðustu misseri.„Við erum formlega að taka í notkun smíðadeild og blikksmiðju sem hafa verið í öðru húsnæði og frekar takmörkuðu,“ segir Magnús Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
„Við vorum líka að breyta rafmagnsverkstæðinu sem tekið var í notkun í fyrra og eins er ár síðan við opnuðum bifreiðaverkstæðið.“
Hjá Launafli vinna 130 manns en fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við Alcoa. Gestir gátu skoðað húsnæðið auk þess sem boðið var upp á veitingar.