Háskólalestin og Sprengjugengið í Fjarðabyggð: Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. jún 2013 21:28 • Uppfært 02. jún 2013 21:31
Háskólalest Háskóla Íslands heimsótti Fjarðabyggð um síðustu helgi. Komið var við í grunnskólum sveitarfélagsins þar og haldnar kynningar fyrir nemendur í elstu bekkjunum. Reisunni lauk með vísindaveislu í grunnskólanum á Reyðarfirði.
Þar var meðal annars boðið upp á sýnitilraunir, furðuspegla og syngjandi skál, japanskt mál og menningu, unga fréttamenn að störfum, mælingar og pælingar og undur himins og jarðar.
Þá sýndi hið landsfræga Sprengjugengir listir sínar sem vöktu mikinn áhuga viðstaddra. Austurfrétt leit við og fangaði nokkur augnablik.















