Skip to main content

Skyndiskríll á flugvellinum á Egilsstöðum: Myndband

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. jún 2013 22:08Uppfært 02. jún 2013 22:09

liljurnar stulknakorStúlknakór Egilsstaðakirkju, Liljurnar, tróðu óvænt upp á flugvellinum á Egilsstöðum þar sem farþegar biðu eftir töskum sínum og tóku lagið.


„Ef farþegarnir eru að bíða á annað borð, hvers vegna ekki að veita þeim smá óvænta afþreyingu til að lífga upp á daginn,“ segir Margrét Lára Þórarinsdóttir, stjórnandi kórsins.

Uppákoman kallast á ensku „FlashMob“ sem við kjósum að þýða sem „skyndiskríl.“ Það er gjörningur hóps eftir handriti. Hópurinn byrjar tvístraður og safnast síðan saman.

Þannig fóru stúlkurnar í kórnum að. Þær byrjuðu hver í sínu horninu að syngja „Lean On Me“, lag bandaríska söngvaskáldsins Bill Withers, og söfnuðust síðan saman við færibandið.

Þetta er í fyrsta skipti sem kórinn ræðst í svona gjörning. Margrét Lára segir hópinn hafa lært ýmislegt af uppákomunni á föstudaginn.

„Við munum láta aftur til skara skríða áður en langt um líður, gef þó ekkert upp um staðsetninguna!“

Hún segir að farþegarnir á flugvellinum hafi haft gaman af uppákomunni. „Ég gat ekki betur séð og heyrt en að farþegarnir virtust hafa gaman af Við höfðum alla veganna gaman af þessu!“