Svipmyndir frá sjómannadegi
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. jún 2013 23:49 • Uppfært 09. jún 2013 14:47
Austfirðingar héldu sjómannadaginn hátíðlegan síðastliðinn sunnudag eins og aðrir landsmenn. Austurfrétt leit við á hátíðarhöldunum í Neskaupstað og Borgarfirði eystri.
Þar gerðu menn sér ýmislegt til gamans. Í Neskaupstað var til dæmis keppt í kappróðri og sundi í sjógöllum. Þá var hin hefðbundna hópsigling norðfirska flotans.
Á Borgarfirði var siglt út með firðinum og slegið upp léttri dagskrá í smábátahöfninni þar sem meðal annars var keppt í belgjaslag.


















