Skip to main content

Skipstjórinn býður heim í Norrænu því hann er höfðingi: Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. jún 2013 20:28Uppfært 12. jún 2013 20:29

norræna 0017 web„Skipstjórinn býður heim því hann er höfðingi. Við viljum hafa glatt og ánægt fólk um borð,“ sagði Jónas Hallgrímsson, stjórnarformaður Norrænu ferðaskrifstofunnar, í samtali við Austurfrétt í lok opins dags um borð í farþegaferjunni Norrænu í síðustu viku.


Austfirðingum var boðið í útsýnisferð um ferjuna sem orðin er tíu ára gömul. Á fjórða hundrað gesta þáði heimboðið.

Farið var víða um skipið, upp í brú, um herbergi, matsali og önnur afþreyingarherbergi.

Ferjan getur alls rúmað 1482 farþega. Í þessari ferð voru 100 manns í áhöfninni en flestir verða þeir 118. Færeyingar og Danir eru fjölmennastir meðal starfsmannanna en þar eru alltaf nokkrir Íslendingar.

Austurfrétt fór með um borð og litaðist um.

norræna 0002 webnorræna 0004 webnorræna 0005 webnorræna 0007 webnorræna 0012 webnorræna 0013 webnorræna 0023 webnorræna 0025 webnorræna 0030 webnorræna 0033 webnorræna 0036 webnorræna 0039 web