Skipstjórinn býður heim í Norrænu því hann er höfðingi: Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. jún 2013 20:28 • Uppfært 12. jún 2013 20:29
„Skipstjórinn býður heim því hann er höfðingi. Við viljum hafa glatt og ánægt fólk um borð,“ sagði Jónas Hallgrímsson, stjórnarformaður Norrænu ferðaskrifstofunnar, í samtali við Austurfrétt í lok opins dags um borð í farþegaferjunni Norrænu í síðustu viku.
Austfirðingum var boðið í útsýnisferð um ferjuna sem orðin er tíu ára gömul. Á fjórða hundrað gesta þáði heimboðið.
Farið var víða um skipið, upp í brú, um herbergi, matsali og önnur afþreyingarherbergi.
Ferjan getur alls rúmað 1482 farþega. Í þessari ferð voru 100 manns í áhöfninni en flestir verða þeir 118. Færeyingar og Danir eru fjölmennastir meðal starfsmannanna en þar eru alltaf nokkrir Íslendingar.
Austurfrétt fór með um borð og litaðist um.











