Óvenjulegur sýningarsalur listamanna
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. jún 2013 13:28 • Uppfært 15. jún 2013 13:29
Klukkan fjögur í dag verður sýningin „Óskatré framundan“ formlega opnuð í trjásafninu í Hallormsstaðaskógi. Á sýningunni munu sjö austfirskir listamenn sýna fjölbreytt verk í skóginum.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Helgi Örn Pétursson, Hjálmar Kakali Baldursson, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir (Lóa), Sylvía Dögg Halldórsdóttir, Þór Vigfússon og Þórunn Eymundardóttir.
Þetta er í sjöunda sinn sem listsýning er haldin í trjásafninu í Hallormsstaðaskógi en í skóginum hefur fjöldi listamanna sýnt verk sín, bæði íslenskir og erlendir, sem allir hafa verið áberandi á vettvangi samtímalistar undanfarin ár og áratugi.
Skógrækt ríkisins stendur að sýningunni en Menningarráð Austurlands og Héraðsprent styrkja sýninguna. Sýningarstjóri er Íris Lind Sævarsdóttir.
Sýningin er gestum skógarins opin til 1. október.