Rostungur flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. jún 2013 21:33 • Uppfært 18. jún 2013 21:33
Um þriggja metra rostungur vakti mikla athygli Austfirðinga í gær þar sem hann flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði. Sjónarvottar segja að rostungurinn hafi legið þar pollrólegur, alveg flatur og haft það gott. Stöku sinnum hafi hann reist sig upp. Rostungurinn hafði áður viðkomu í Færeyjum og þarlendis hafa menn fylgst fullir áhuga með ferðum dýrsins.
Mynd: Kristján H. Svavarsson