Skip to main content

KFF fékk styrk frá EFLU

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. jún 2013 23:59Uppfært 21. jún 2013 00:10

efla samfelagssjodur webStarf Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar var eitt þeirra verkefna sem fékk styrk úr samfélagsjóði verkfræðistofunnar EFLU sem úthlutað var úr í fyrsta sinn fyrir skemmstu.


Alls var úthlutað fjórum milljónum króna til sjö verkefna víðs vegar um landið. Um sjötíu umsóknir bárust en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins. Markmið hans er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og styrkja verðug verkefni.

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar var meðal styrkþega að þessu sinni en félagið hlaut styrk til að styðja við íþróttastarf á félagssvæðinu.

Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar ár ári, að vori og hausti ár hvert.