Nemendur í sjötta bekk fræddir um rétta notkun hjólahjálma

hjalmar fask 6bekkurSlysavarnadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar vítt og breitt um land og Sjóvá hafa að undanförnu heimsótt nemendur í sjötta bekk í fjölda grunnskóla til að fræða nemendur um mikilvægi þess að vera með rétt stillta reiðhjólahjálma. 

Austurland hefur þar engin undantekning verið á og hafa fulltrúar Landsbjargar gert víðreist um svæðið. Þeir komu meðal annars við í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fyrir skemmstu.

Í heimsóknunum fengu börnin leiðbeiningar um hvernig hjálmar sitja rétt og til að auka færni þeirra á reiðhjóli spreyttu þau sig á hjólaþraut sem var sett upp á skólalóðunum. Einnig voru hengd upp veggspjöld í skólunum þar sem sjá má rétta stillingu hjálma.

Skyldubúnaður reiðhjóla virðist vefjast fyrir mörgum og því voru einnig hengd upp veggspjöld þar sem farið var yfir réttan búnað reiðhjóla. Dæmi um skyldubúnað er t.d. ljós bæði að aftan og framan auk glitaugu og láss.

Ástæðan fyrir því að börn í sjötta bekk voru valin sem markhópur er sú að það er sá aldurshópur sem notar reiðhjól mjög mikið og hefur öðlast allnokkuð sjálfstraust til þess að hjóla í umferðinni.

Það er því mjög nauðsynlegt að brýna fyrir þessum hópi mikilvægi þess að nota hjálm, ekki síst í ljósi þess að um þessar mundir leggur samfélagið mikla áherslu á aukna reiðhjólanotkun.

Reiðhjól eru ekki skráningaskyld og því liggja ekki fyrir upplýsingar um fjölda reiðhjóla á landinu né heldur raunfjölda reiðhjólaslysa. Í apríl sl. kynnti þó Landspítalinn upplýsingar um komur vegna reiðhjólaslysa á árabilinu 2005-2010.

Alvarlegustu reiðhjólaslysin eru höfuðáverkar og er því til mikils að vinna sé unnt að fækka slíkum slysum. Þar skiptir hjálmurinn höfuðmáli.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.