Einn Austfirðingur meðal afreksnema sem hlutu styrki til náms við Háskóla Íslands

svanhvit hi styrkur webEinn nemandi úr austfirskum framhaldsskóla var í hópi 24 afburðanemenda úr framhaldsskólum sem tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands í vikunni.

Það var Svanhvít Sigurðardóttir Michelsen frá Fáskrúðsfirði en hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor eftir þriggja ára nám og varð dúx skólans. Svanhvít er 19 ára gömul og starfaði sem varaformaður og ritari nemendafélagsins í einn vetur.

Hver afreksnemandi fær 300.000 króna styrk auk þess sem greitt er skráningargjald fyrir hann í skólann, 60.000 krónur. Svanhvít stefnir á nám í lyfjafræði í haust.

Við val á styrkþegum er einkum litið til árangurs í námi einni einnig til annarra þátta svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangurs á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.