Íslenskir bíódagar í Sláturhúsinu í sumar

slaturhusid egsFjórar íslenskar bíómyndir eru sýndar á virkum kvöldum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í sumar með enskum texta.

Kveikjan að þessum sýningum kom þegar Kvikmyndaleikstjórar og Kvikmyndamiðstöð Íslands bauð upp á íslenska bíódaga í vetur og var Sláturhúsið og MMF hluti af því framtaki.

Sýningar eru mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 20.00 og munu sýningarnar standa langt inn í sumarið.

Myndirnar eru sýndar með leyfi leikstjóra og framleiðenda myndanna og er aðgangur ókeypis.

Mánudagar: Rokk í Reykjavík - Friðrik Þór Friðriksson
Þriðjudagar: Gauragangur - Gunnar Björn Guðmundsson
Miðvikudagar: Draumalandið - Þorfinnur Guðnason/ Andri Snær Magnason
Fimmtudagar: Astrópía - Gunnar Björn Guðmundsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.