Skip to main content

Ísólfur fær styrk til að kaupa nýjan snjóbíl

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. júl 2013 23:56Uppfært 08. júl 2013 23:57

landsbankinn samfelagsstyrkir juli13Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fékk nýverið styrk upp á hálfa milljón króna úr Samfélagssjóði Landsbankans til kaupa á nýjum snjóbíl. Að þessu sinni var úthlutað fimmtán milljónum til 34 verkefna.


Félagar í Ísólfi fengu fjölmörg útköll á snjóþungum vetri en Fjarðarheiðin reyndist gjarnan ferðatálmi í vetur. Verkefni þeirra er hið eina austfirska á listanum yfir styrkþega.

Veittir voru þrír styrkir upp á eina milljón hver, sautján upp á hálfa milljón og fjórtán að fjárhæð 250.000 krónur. Yfir 450 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni.

Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.