66% deildarmyrkvi á fimmtudag

Deildarmyrkvi frá sólu sést hérlendis að morgni fimmtudagsins. Tunglið hylur þó mismikinn hluta sólarinnar eftir því hvar á landinu fylgst er með honum.

Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Á Egilsstöðum hylur tunglið 66% sólarinnar, sem er í minna lagi miðað við að þekjan er mest á Ísafirði, 73%.

Á Egilsstöðum hefst myrkvinn klukkan 9:12, nær hámarki 10:24 en er lokið 11:41. Brýnt er fyrir áhugasömum að nota hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler til að sjá myrkvann.

Deildarmyrkvinn er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015, þá hurfu 99,4% sólarinnar á Austurlandi. Næsti almyrkvi verður 12. ágúst 2026, sá fyrsti síðan 1954. Hringmyrkvi, sem er þegar tunglið er of langt frá Jörðinni til að geta hulið alla sólina, verður næst 11. júní 2048.

Fylgst með sólmyrkvanum 2015. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.