Setuliðsskemmtun á Reyðarfirði: Myndir

setulidsskemmtun 0020 webHinir árlegu hernámsdagar voru haldnir á Reyðarfirði síðustu helgina í júní. Að venju var margt til gamans gert, farið í hernámsgöngu og hertrukkar, dátar, faukur og fínar frúr settu svip sinn á bæinn.

Hápunkturinn var setuliðsskemmtun í félagsheimilinu Félagslundi. Þar sameinuðu leikfélag staðarins og Fjarðadætur krafta sína í stuttu leikverki.

Höfundar verksins voru þeir Gunnar Ragnar Jónsson og Þórður Vilberg Guðmundsson en Hjördís Helga Seljan leikstýrði verkinu.

Gestir virtist skemmta sér vel yfir verkinu sem segir frá hefðarfrú sem hefur áhyggjur af saurlifnaði í smábæ á landsbyggðinni á stríðsárunum. Hún bíður eftir nýjum presti sem hún vonast til að bæti siðsemi bæjarbúa en hann reynist fullt eins hrifinni af syndinni og aðrir.

setulidsskemmtun 0003 websetulidsskemmtun 0004 websetulidsskemmtun 0008 websetulidsskemmtun 0012 websetulidsskemmtun 0017 websetulidsskemmtun 0018 websetulidsskemmtun 0022 websetulidsskemmtun 0024 websetulidsskemmtun 0025 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.