Karlakvartett á ferð um Austurland

Karlakvartett webKarlakvartett, skipuðum nokkrum af fremstu söngvurum landsins, verður á ferð um Austfirði næstu daga. Kvartettinn skipa: Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson. Jóhann G. Jóhannsson útsetur og leikur á píanó. 

Efnisskráin er vönduð, en leikandi létt glens kryddar flutninginn. Þar á meðal eru Bítlalög, þekktir madrigalar, óperettulög og síðast en ekki síst sprenghlægilegir textar og lög eftir þá félaga Þórarin Eldjárn og Jóhann G. Jóhannsson.

Tónleikarnir verða sem hér segir: Miðvikudaginn 24. júlí kl. 20 í Egilsbúð í Neskaupstað, fimmtudaginn 25. júlí kl. 20,30 í Álfacafé á Borgarfirði eystra og föstudaginn 26. júlí kl. 18 og 20 í Fáskrúðsfjarðarkirkju.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.