Rostungur flatmagaði við Skálanes

rostungur skalanes olafurorn webUngur rostungur sást í fjörunni neðan við Skálanes í Seyðisfirði á sunnudagsmorgun. Staðarhaldari segir að rostungurinn sé ekki sá sami og sást á Austfjörðum í júní.

„Hann var afskaplega gæfur en það flæddi undir hann og hann synti frá eftir um klukkustund,“ segir Ólafur Örn Pétursson, staðarhaldari á Skálanesi.

Fyrir um mánuði bárust fréttir af rostungi í Reyðarfirði. Sá var vel þekktur í Færeyjum og hafði verið merktur þar. Hann færði sig síðan í suðurátt og sást til hans í Berufirði um viku eftir heimsóknina til Reyðarfjarðar.

Höfðu þátttakendur í sjósundhluta þríþrautarkeppninnar Öxi nokkrar áhyggjur á að rostungurinn slægist í þeirra hóp en var þá bent á að hann hefði líklega áhuga á öðrum og smærri lífverum í firðinum.

Ólafur Örn segir rostunginn sem sást við Skálanes ekki þann sama og var á ferðinni í júní.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.