Skip to main content

Rostungur flatmagaði við Skálanes

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. júl 2013 22:58Uppfært 24. júl 2013 23:03

rostungur skalanes olafurorn webUngur rostungur sást í fjörunni neðan við Skálanes í Seyðisfirði á sunnudagsmorgun. Staðarhaldari segir að rostungurinn sé ekki sá sami og sást á Austfjörðum í júní.


„Hann var afskaplega gæfur en það flæddi undir hann og hann synti frá eftir um klukkustund,“ segir Ólafur Örn Pétursson, staðarhaldari á Skálanesi.

Fyrir um mánuði bárust fréttir af rostungi í Reyðarfirði. Sá var vel þekktur í Færeyjum og hafði verið merktur þar. Hann færði sig síðan í suðurátt og sást til hans í Berufirði um viku eftir heimsóknina til Reyðarfjarðar.

Höfðu þátttakendur í sjósundhluta þríþrautarkeppninnar Öxi nokkrar áhyggjur á að rostungurinn slægist í þeirra hóp en var þá bent á að hann hefði líklega áhuga á öðrum og smærri lífverum í firðinum.

Ólafur Örn segir rostunginn sem sást við Skálanes ekki þann sama og var á ferðinni í júní.