FRESTAÐ: Fjölskylduganga í Hólmanes á Degi íslenskrar náttúru
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. sep 2013 16:12 • Uppfært 16. sep 2013 18:43
Fjölskyldugöngu sem vera fara átti í Hólmanes í dag á Degi íslenskrar náttúru hefur verið frestað vegna veðurs. Aðrir viðburðir fara þó fram eins og áætlað var.
Dagurinn verður nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en honum er ætlað að vekja athygli á mikilvægi íslenskrar náttúru. Boðið verður upp á ýmsa viðburði víða um land í tilefni dagsins.
Í Neskaupstað verður Náttúrugripasafnið í Neskaupstað opið á milli klukkan 13 og 17 og aðgangur ókeypis. Þá verður Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri, opin á milli 10 og 16.
Í Brúarásskóla ætla nemendur að planta 2000 plöntum í skógræktargirðingu við skólann í tilefni dagsins.
Fara átti út í Hólmanes í tilefni 40 ára afmælis fólkvangsins.