Skip to main content

Tónlist fyrir alla á ferð um Austurland í vikunni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. sep 2013 16:36Uppfært 20. sep 2013 17:59

tonlist fyrir alla webTvö tónlistartvíeyki á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla heimsækja Austurland í vikunni og ferðast á milli grunnskóla svæðisins og halda þar tónleika.


Samtals verða haldnir 25 tónleikar í þessari viku. Fyrstu tónleikarnir hefjast á Egilsstöðum og í Fellabæ. Dúó Stemma með þeim Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara mun aka norðurfyrir og enda ferð sína á Akureyri en Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari keyra firðina einn af öðrum og enda að Hofgarði í Öræfasveit í vikulok.

Tónlist fyrir alla leitast við að bjóða upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.Boðið er upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.