Skip to main content

Prufur fyrir Ísland Got Talent á Austurlandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. sep 2013 11:47Uppfært 26. sep 2013 11:50

island got talent crewStöð 2, með Auðun Blöndal í broddi fylkingar, leitar að fólki á öllum aldri til að taka þátt í Ísland Got Talent. Stjórnendur þáttarins verða á ferð um Austurland í næstu viku til að leita að hugsanlegum keppendum.


Í tilkynningum frá framleiðendum segir að leitað sé að fjölbreyttum atriðum til þáttöku í keppninni.

„Söngur, dans, uppistand, hljóðfæraleikur, leiklist, íþróttir, áhættuatriði, töfrabrögð, sirkusatriði, gæludýragrín! Allt sem hefur skemmtanagildi!“

Leitað er að einstaklingum, pörum, litlum hópum og stórum og fólki á öllum aldri til þátttöku.

Verðlaun fyrir siguratriði þáttaraðarinnar verða tíu milljónir króna. Dómarar verða Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir.

Áheyrnarprufur verða á eftirtöldum stöðum:
Höfn í Hornarfirði 1. október í Sindrabæ kl. 16.
Neskaupstað 2. október í Egilsbúð kl. 16.
Egilsstöðum 3. október í Sláturhúsinu kl. 16.

Skráning og nánari upplýsingar á stod2.is/talent