Skip to main content

Eiðagleði: Sumum veitti ekki af því að rifja upp lífsreglurnar - Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. sep 2013 23:59Uppfært 01. okt 2013 00:19

eidagledi 0007 webFyrrum nemendur Alþýðuskólans á Eiðum og aðrir velunnarar hittust nýverið til að fagna því að 130 eru í ár síðan skólahald hófst á staðnum. Mikilli tónlistarveislu var slegið upp af því tilefni.


Tónlistarstarf var sérlega fjölbreytt í Alþýðuskólanum en laugardagurinn allur var lagður undir ýmsar hljómsveitir, þeirra á meðal Magni, Jónas Sig., Esther Jökulsdóttir og Trassarnir svo dæmi séu tekin.

Á sunnudegi var hátíðardagskrá og svo poppmessa undir handleiðslu guðfræðingsins Guðrúnar Áslaugar Einarsdóttur.

Menn virtust skemmta sér hið besta á Eiðum eða eins og Kristinn Kristjánsson, fyrrum skólastjóri komst að orði í hátíðarræðu sinni: „Miðað við helgina veitti sumum ekki af því að rifja upp lífsreglurnar!“

Myndir: Skúli Björn Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson

eidagledi 0005 webeidagledi 0018 webeidagledi 0024 webeidagledi 0033 webeidagledi 0041 webeidagledi 0046 webeidar1 sbgeidar2 sbg pilatuseidar3 sbg 49araeidar4 sbg sundlaugeidar5 sbg tonleikasalureidar8 sbg utieidar6 sbg fasinna