Eiðagleði: Sumum veitti ekki af því að rifja upp lífsreglurnar - Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. sep 2013 23:59 • Uppfært 01. okt 2013 00:19
Fyrrum nemendur Alþýðuskólans á Eiðum og aðrir velunnarar hittust nýverið til að fagna því að 130 eru í ár síðan skólahald hófst á staðnum. Mikilli tónlistarveislu var slegið upp af því tilefni.
Tónlistarstarf var sérlega fjölbreytt í Alþýðuskólanum en laugardagurinn allur var lagður undir ýmsar hljómsveitir, þeirra á meðal Magni, Jónas Sig., Esther Jökulsdóttir og Trassarnir svo dæmi séu tekin.
Á sunnudegi var hátíðardagskrá og svo poppmessa undir handleiðslu guðfræðingsins Guðrúnar Áslaugar Einarsdóttur.
Menn virtust skemmta sér hið besta á Eiðum eða eins og Kristinn Kristjánsson, fyrrum skólastjóri komst að orði í hátíðarræðu sinni: „Miðað við helgina veitti sumum ekki af því að rifja upp lífsreglurnar!“
Myndir: Skúli Björn Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson











