Skip to main content

Fljótsdalshérað áfram í Útsvari: Mesta stressið í kringum gjafirnar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. okt 2013 22:37Uppfært 21. okt 2013 15:06

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs 2013Lið Fljótsdalshéraðs bar sigurorð af liði Skagafjarðar í spurningaþættinum Útsvari nú í kvöld. Lokastaðan varð 83-58 og sigurinn því nokkuð öruggur.


Lið Fljótsdalshéraðs skipa að þessu sinni Hrafnkatla Eiríksdóttir frá Skjöldólfsstöðum á Jökuldal og bekkjarbræðurnir úr Fellabænum, Þórður Mar Þorsteinsson og Sveinn Birkir Björnsson.

Skömmu fyrir keppni uppgötvaðist að gjafirnar sem ætlaðar voru liði Skagfirðinga, eintök af ljóðabókinni Laufin á regntrénu eftir Svein Snorra Sveinsson, höfðu fyrir mistök orðið eftir á Egilsstöðum. Með góðra manna hjálp var hins vegar hægt að koma bókunum í flug og síðan upp í Útvarpshúsið áður en keppni lauk.

Kom sér þarna sannarlega vel að Reykjavíkurflugvöllur skuli vera staðsettur í Vatnsmýrinni.

Bæði austfirsku liðin til þessa hafa því tryggt sér sæti í annarri umferð keppninnar, en Fjarðabyggð komst áfram með sigri á Norðurþingi fyrir hálfum mánuði. Í næstu viku mun svo lið Seyðisfjarðar þreyta frumraun sína í þættinum og etja þar kappi við Akranes.

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs