Fjölmenni á fjölskylduhátíð - Myndir
Fjöldi gesta sótti fjölskylduhátíð sem haldin var á mánudagskvöld í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í tilefni opinberrar heimsóknar forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff til Fjarðabyggðar. Ungt fólk var í öndvegi á hátíðinni.Gestir fengu meðal annars að heyra fjölbreyttan tónlistarflutning nemenda í tónlistarskólunum í sveitarfélaginu auk þess sem forsetinn afhenti sérstaka hvatningu til 16 ungmenna í Fjarðabyggð.
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar flutti ávarp auk þess sem forseti Íslands hélt ræðu þar sem hann þakkaði hlýjar móttökur í sveitarfélaginu.
Hann rifjaði einnig upp að hann var staddur í heimsókn í Neskaupstað þegar öflugur fréttamaður á svæðinu náði honum í viðtal til þess að ræða um samband hans við Dorrit, en það var í fyrsta sinn sem forsetinn tjáði sig um það opinberlega.
Undir lok samkomunnar færði Ólafur Ragnar sveitarfélaginu að gjöf tvær innrammaðar myndir úr ljósmyndasafni forsetaembættisins.
Önnur þeirra var tekin í heimsókn Sveins Björnssonar til Austfjarða nokkrum mánuðum eftir lýðveldishátiðina á Þingvöllum en hin var tekin þegar Ásgeir Ásgeirsson heimsótti svæðið.
Í lokin lagði forsetinn áherslu á að þau hjónin fengju að kveðja fjölda gesta hátíðarinnar með handabandi til að þakka fyrir ánægjulega stund.
Undir lok samkomunnar færði Ólafur Ragnar sveitarfélaginu að gjöf tvær innrammaðar myndir úr ljósmyndasafni forsetaembættisins.
Önnur þeirra var tekin í heimsókn Sveins Björnssonar til Austfjarða nokkrum mánuðum eftir lýðveldishátiðina á Þingvöllum en hin var tekin þegar Ásgeir Ásgeirsson heimsótti svæðið.
Í lokin lagði forsetinn áherslu á að þau hjónin fengju að kveðja fjölda gesta hátíðarinnar með handabandi til að þakka fyrir ánægjulega stund.