Afmælisrit til heiðurs Ragnari Inga sjötugum
Hagyrðingurinn og kennarinn Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku verður sjötugur þann 15. janúar næstkomandi. Af því tilefni hafa vinir hans og velunnarar ákveðið að gefa út afmælisrit honum til heiðurs.Ritið verður að stærstum hluta byggt á úrvali úr ljóðum hans og spannar allt frá grafalvarlegum kveðskap yfir í gamanvísur.
Aftast í ritinu verður heillaóskaskrá. Þar geta þeir sem gerast áskrifendur að því fengið nafnið sitt birt og um leið sent afmælisbarninu kveðju. Verð þess er kr. 5.480- og er sendingargjald innifalið.
Hægt er að panta bókina í síma 557-5270 og í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en útgefandi hennar er Bókaútgáfan Hólar.