Tónleikar með Dröngum um helgina
Ofurtríóið Drangar heimsækja Austfirði um helgina og halda tvenna tónleika, í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra í kvöld og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum ámorgun.Drangar eru þeir Ómar Guðjónsson, Jóns Sigurðsson og Mugison. Ómar og Jónas ferðuðust saman um landið síðasta vetur og lögðu þar með grunnin að samstarfinu.
Þeir voru allir um borð í Húna II sem sigldi í kringum landið í sumar með viðkomu í völdum höfnum þar sem haldnir voru tónleikar.
Sveitin sendi nýverið frá sér sinn fyrsta disk. Tríóið dvaldi um tíma á Borgarfirði eystra í sumar og var sá tími notaður í að semja texta á plötuna.
Tónleikarnir í Fjarðarborg hefjast klukkan 20:30 í kvöld en tónleikarnir í Sláturhúsinu klukkan 20:00.
Drangar á sviðinu á Græna Hattinum á Akureyri í gærkvöldi. Mynd: Augnablik, Akureyri